18. Ásta Bjarnadóttir - Landspítali

Á mannauðsmáli - Podcast tekijän mukaan Á mannauðsmáli

Kategoriat:

Gestur minn að þessu sinni heitir Ásta Bjarnadóttir og er framkvæmdastjóri mannauðsmála á Landsspítalanum. Svona til þess að gefa ykkur góða mynd af því mannauðsstarfi sem fer fram á spítalanum þá starfa um 60 manns við ráðningar, stjórnendaráðgjöf, laun og önnur mál. Ásta hefur starfað nánast óslitið við mannauðsmál sem mannauðsstjóri, háskólakennari eða ráðgjafi á því sviði frá því að hún lauk doktorsprófi í vinnu- og skipulagsfræði frá Minnesotaháskóla í Bandaríkjunum haustið 97. Starfið á spítalanum er viðamikið og ræðum við meðal annars hvernig miðlæg mannauðsþjónusta virkar, jafnlaunavottun sem tók 1 og hálft ár og svo hvernig verkefnamiðað vinnurými hefur reynst vel undanfarið. Auk þessa kemur miklu meira skemmtilegt fram í spjallinu okkar.  Þátturinn er í boði 50skills og Origo.