#7: Arnar Péturs - Byrjendamistök í hlaupum, hlaupabrettið og langtímamarkmið.
aðeins meira en bara GYM - Podcast tekijän mukaan Útvarp 101
Arnar Pétursson (eða Addi Pé) hefur í gegnum tíðina bæði æft og þjálfað hlaup sem hefur skilað góðum árangri enda sjöfaldur Íslandsmeistari í maraþoni. Hann gaf nýverið út bókina Hlaupabókin þar sem hann hefur tekið saman ýmis mikilvæg atriði um hlaup eins og upphitun, að vita tilganginn og hausinn í löngu hlaupi. Í þættinum ræðir Birna við hann um algeng byrjendamistök, langtímamarkmið og hvernig maður hættir að hata hlaupabrettið. Þátturinn er á vegum Útvarp 101.