Hversdagsleikinn er alveg nóg
Andvarpið - hlaðvarp foreldra - Podcast tekijän mukaan Andvarpið
Kategoriat:
María Reyndal, höfundur og leikstjóri verksins Er ég mamma mín? og leikkonan María Ellingsen komu til okkar í spjall og sköpuðust fróðlegar umræður við borðstofuborðið. María Ellingsen gaf okkur góð ráð til að búa til fleiri klukkutíma í sólarhringinn og María Reyndal deildi með okkur fæðingarsögu af galtómri sundlaug. Verkið Er ég mamma mín?, sem nú er sýnt í Borgarleikhúsinu, er byggt á minningum Maríu sjálfrar og segir hún það vera uppgjör sinnar kynslóðar við þann tíma þegar konur voru að brjótast út af heimilunum. Við ræddum hið margslungna hlutverk að vera móðir og þau djúpu tilfinningatengsl sem eru á milli móður og dóttur.