Ófrjósemi á (ó)léttu nótunum

Andvarpið - hlaðvarp foreldra - Podcast tekijän mukaan Andvarpið

Hvert barn er blessun og alls ekki sjálfgefið að fá að ganga með og ala barn. Emma og maður hennar háðu þriggja ára baráttu við að eignast sitt annað barn og voru það lánsöm að dæmið gekk upp að lokum sem er heldur ekki sjálfgefið. Í einlægu viðtali lýsir Emma yfir mánaðarlegum vonbrigðum þegar blæðingar hófust, samviskubitinu yfir því að vera ekki „nógu ófrjó“ og því hversu berskjaldað fólk verður í tæknifrjóvgunarferlinu þar sem ekkert er lengur heilagt og sjálfsvirðingin er sett í kassa inn í geymslu á meðan.