Stafræn umbreyting í bílgreinum og framleiðslu – reynsla GTC og Volvo
Augnablik í iðnaði - Podcast tekijän mukaan IÐAN fræðsluetur
Kategoriat:
Kennarar og verkfræðingar frá GTC – Tækniskólanum í Gautaborg í námsferð hjá IÐUNNI fræðslusetri. Hópurinn heimsótti Borgarholtsskóla, Brimborg, Velti og Artic Trucks og fengu kynningu á starfsemi og nýjungum. Stafræn umbreyting virðist vera stóra áskorunin og hefur áhrif á bíliðnaðinn bæði hvað varðar framleiðslu, viðgerðir og þjónustuþætti . Sigurður sviðsstjóri bílgreinasviðs settist niður með þeim og spjallaði meðal annars um gæðamál í framleiðslu, fjórðu iðnbyltinguna og helstu áskoranir og tækifæri sem tengjast þeirri hröðu þróun sem nú er að eiga sér stað innan bílaiðnaðarins t.d. berst talið að “Smart Maintenence” sem er mjög áhugavert málefni. Hægt er að kynna sér ýmislegt í tengslum við stafræna umbreytingu í framleiðslu á heimasíðunni edig.nu sem GTC hefur unnið að.