Staðlar eru ferskvara, með Helgu Sigrúnu Harðardóttur framkvæmdastjóra Staðlaráðs

Augnablik í iðnaði - Podcast tekijän mukaan IÐAN fræðsluetur

Kategoriat:

Staðlar eru allt í kringum okkur án þess að við höfum endilega hugmynd um það. Þeir fjalla um allt milli himins og jarðar og geta verið alþjóðlegir, evrópskir, íslenskir, danskir eða tilheyrt einstökum atvinnugreinum. Helga segir það enga tilviljun að kreditkortin okkar eða snjallgreiðslur virka alls staðar í heiminum, að snjalltækin okkar geta talað saman, að metrinn er alls staðar jafn langur og að við getum keypt staðlaðar stærðir af dekkjum. Þetta séu allt staðlar sem auðvelda okkur lífið. „Mikilvægi þeirra birtist í því fyrir almenning að við erum örugg, hlutirnir okkar virka og eru af lágmarksgæðum“ segir hún.