69. ADHD misophonia (líkamlegt hljóðhatur)

Brestur - Podcast tekijän mukaan Birna Sif Kristínardóttir, Bryndís Ottesen

Kategoriat:

Mörg með ADHD glíma við misophonia. Ekki gátum við fundið íslenskt heiti yfir fyrirbærið en auðveldast er að lýsa því sem líkamlegu hljóðhatri. Misophonia er kvilli sem lýsir sér þannig að ákveðin (oft endurtekin) hljóð kalla fram tilfinningaleg viðbrögð sem mörgum gæti þótt full yfirdrifin. Við sem þekkjum tilfinninguna vitum þó að það er einfaldlega taugakerfið sem hatar hljóðið og það er jú erfitt að deila við taugakerfið. Í þætti vikunnar fara Birna og Bryndís yfir þó hljóð sem fá taugakerfi þeirra til að taka afturábak heljarstökk og hljóð sem láta sál þeirra syngja. Þær gleyma sér þó alveg nokkrum sinnum í gleðinni og fara að ræða málefni þessu al ótengd. Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur Upplýsingar um Brestur x Ofurkona í orlofi ferðina okkar til Tossa de Mar má finna á https://visitor.is/ferdir/brestur-x-ofurkona-i-orlofi