2500 ára gamlar ráðleggingar sem ríghalda sér

Þetta helst - Podcast tekijän mukaan RÚV

Þáttur dagsins fjallar um það sem við vitum flest, en förum samt fæst eftir. Hvað er gott fyrir okkur, hvað eigum við að gera til að líða sem best. Hann fjallar líka aðeins um það sem við ættum að forðast, en gerum fæst. Það er nefninlega svo gott að gera okkur ekki gott, segir læknirinn. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Michael Clausen, barna- og ofnæmislækni, sem segir Hippókrates hafa hitt naglann á höfuðið fyrir 2.500 árum: Við eigum að borða grænmeti og fisk, drekka vatn, hreyfa okkur, tengjast náttúrunni, sofa nóg og njóta lífsins lystisemda.