Af hverju kæla stýrivextirnir ekki hagkerfið?
Þetta helst - Podcast tekijän mukaan RÚV
Kategoriat:
Seðlabanki Íslands tilkynnti í gær að stýrivextir verði óbreyttir í 9,25 prósentum. Vextirnir hafa verið óbreyttir í heilt ár. Verðbólga hefur hjaðnað talsvert frá því hún náði hámarki í 10,2 prósentum í febrúar í fyrra og stendur nú í 6,3 prósentum. Tveir hagfræðingar ræða um þessa ákvörðun Seðlabanka Íslands. Þeir benda meðal annars á að svo margir hafi fært sig yfir í verðtryggð lán og stýrivextirnir bíti ekki á þennan hóp. Stýrivextir hér á landi eru þeir fimmtu hæstu í Evrópu. Ingi Freyr Vilhjálmsson ræðir við Ólaf Margeirsson og Róbert Farestveit um stýrivaxtaákvörðunina.