Langt ferðalag mjaldrasystra til Klettsvíkur

Þetta helst - Podcast tekijän mukaan RÚV

Mjaldrasysturnar Litla Grá og Litla Hvít flytja ekki í sjókvína í Klettsvík í Vestmannaeyjum í ár, eftir að bátur sökk við kvína um miðjan ágúst. Flutningur mjaldranna úr sérstakri hvalalaug yfir í sjókvína hefur ítrekað tafist, en þrjú ár voru í sumar síðan mjaldrarnir fluttu til Íslands frá Kína. Þetta helst rekur sögu og ferðalag mjaldrasystranna, sem og annars og dularfyllri mjaldurs sem komst í heimsfréttirnar um svipað leyti og Litla Grá og Litla Hvít.