Manngerðar eyjur kínverskra stjórnvalda
Þetta helst - Podcast tekijän mukaan RÚV
Kategoriat:
Leiðir ríkja heims til að auka við völd sín og umsvif eru margar og fjölbreytilegar. Ein leið er að auka við yfirráðasvæði sitt - færa út kvíarnar. En það getur verið erfitt og dýrt, kostað stríð, alþjóðaátök, mannfall og eyðileggingu. Sum ríki hafa því leitað nýrra og frumlegri leiða. Eins og Kína, sem hefur - undanfarin átta ár eða svo - bara búið til landsvæði þar sem eru engin. Reist hverja manngerða floteyna í Suður-Kínahafi á eftir annarri. Bætt um það bil þrettán ferkílómetrum við yfirráðasvæði sitt á síðustu árum, ófáum nágrönnum sínum til mikils ama. En hvers vegna? Hver er tilgangur þessara eyja? Undir hvað eru þær nýttar og hvaða áhrif hafa þær í alþjóðlegu samhengi? Við spyrjum Guðbjörgu Ríkeyju Thoroddsen Hauksdóttur, doktorsnema í stjórnmálafræði, út í kínversku gervieyjarnar í Þetta helst í dag. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.