Ofbeldi sem eltir þig hvert fótmál
Þetta helst - Podcast tekijän mukaan RÚV
Kategoriat:
Hvaða áskoranir mæta þeim sem reyna að brjótast undan nauðungarstjórnun? Hvernig geta þolendur hafið nýtt líf þegar ofbeldi fylgir þeim hvert fótmál í gegnum snjallsíma? María Rún Bjarnadóttir yfirmaður netöryggis hjá ríkislögreglustjóra hefur rannsakað hverjir beita stafrænu ofbeldi og hvers vegna. Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfs segir ofbeldið nú fylgja konum inn í athvarfið og það geti reynst ógjörningur að brjótast undan því. Marta Kristín Hreiðarsdóttir hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir þolendur nauðungarstjórnunar missa öll völd yfir lífi sínu. Þóra Tómasdóttir talaði við þær.