Ofbeldið sem fylgir ópíóíðafíkn og heimilisleysi

Þetta helst - Podcast tekijän mukaan RÚV

Hæglega má fullyrða að á Íslandi sé ópíóíðafaraldur. Viðmælendur okkar í dag benda á að lítið sé talað um er ofbeldið sem verður daglegt brauð í lífi þeirra sem glíma við slíka fíkn. Við heimsækjum konu sem þekkir það af eigin raun. Hún segir neysluna harðari en áður, hnífaburður sé algengari og sífellt yngra fólk ánetjist efnunum á örskotsstundu. Kristín Davíðsdóttir hjúkrunarfræðingur í nýju neyslurými, tekur undir það.