Rafmagnið sem endurræsir hausinn
Þetta helst - Podcast tekijän mukaan RÚV
Kategoriat:
Landspítalinn sinnir hátt í 50 manns árlega sem þjást af alvarlegu þunglyndi, geðhvörfum og stundum öðrum sjúkdómum, með raflækningum. Þetta er besta úrræðið fyrir vissan hóp. Örlitlum rafstraumi er beint inn í heila sjúklinganna til að framkalla flog. sem umsjónarlæknirinn segir eins konar endurræsingu. Mörgum þykir tilhugsunin um að rafstraumur í heilann geti verið lítið annað en einhvers konar gamaldags-pyntingaraðferð á fólki með geðraskanir. En það er alls ekki svo. Meðferðin skilar góðum árangri í yfir 80 prósent tilfella. Sunna Valgerðardóttir ræðir við Dr. Astrid Freisen, geðlækni á Landspítalann, um sögu raflækninga, aukaverkanirnar, árangurinn, Gaukshreiðrið og mikilvægi raflækninga í nútímanum.