Ráðgátan um rússneskumælandi svikahrapp
Þetta helst - Podcast tekijän mukaan RÚV
Kategoriat:
Þegar lögregla var kölluð að heimili í Reykjavík í fyrra vor, vegna gruns um heimilisofbeldi, komst hún óvænt á spor svikahrapps sem á sér ekki hliðstæðu á Íslandi. Svindl hans virðist teygja anga sína um heilbrigðis- og velferðarkerfi landsins og langt út fyrir landsteinana. Svindlið hleypur á i tugum milljóna króna, það hefur kostað geðlækni læknisleyfið og útheimt óheyrilega rannsóknarvinnu. Í þessum þætti fáum við að heyra af því hvernig ára löng svikamylla hefur raknað upp. Þóra Tómasdóttir ræðir við Frey Gígja Gunnarsson fréttamann á RÚV, Ásmund Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjón á höfuðborgarsvæðinu og þær Sigrúnu Árnadóttur og Falasteen Abu Libdeh hjá Félagsbústöðum.