Spáð í spilin með Sprengisandi
Þetta helst - Podcast tekijän mukaan RÚV
Kategoriat:
Það leikur allt á reiðiskjálfi í stjórnmálunum, ekki í fyrsta sinn svo sem, en langt síðan síðast. Það eru akkúrat átta ár síðan Sigurður Ingi Jóhannsson tók við forsætisráðherrakeflinu af forvera sínum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, eftir Panamaskjölin. Og það eru líka átta ár síðan Kristján Kristjánsson settist í stjórnendastólinn í pólitíska umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Sunna Valgerðardóttir og Kristján reyna að setja sig í spor viðmælenda sinna og spá í spilin, en kapallinn var enn á hvolfi þegar þau ræddu saman.