Umdeildar hvalveiðar Íslendinga

Þetta helst - Podcast tekijän mukaan RÚV

Hvalveiðar Íslendinga eru hafnar á ný eftir fjögurra ára hlé. Hvalveiðimenn segja markaðina betri en áður og vísindamenn fullyrða að stofnarnir standi vel. Nýleg könnun Maskínu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands sýndi að um tveir þriðju hlutar Íslendinga telja hvalveiðar skaða orðspor landsins og fleiri eru andsnúnir veiðum en fylgjandi. Ferðaþjónustan og náttúruverndarsamtök fordæma þennan fámenna atvinnuveg og segja hann skaða náttúruna og ímynd landsins. Heiða Kristín Helgadóttir, fyrrverandi pólitíkus og núverandi fiskútflytjandi, segir veiðarnar skaðlega tímaskekkju sem gæti sprungið í andlitið á okkur og til marks um dugleysi stjórnmálamanna sem hér ráða. Hún fullyrðir að veiðarnar skaði íslenskan sjávarútveg og dæmi séu um fyrirtæki sem missi viðskipti vegna þess að Íslendingar eru meðal örfárra þjóða heims sem veiða hvali. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.