Umdeildir rostungar á ferð og flugi

Þetta helst - Podcast tekijän mukaan RÚV

Sjávarspendýr, stór og mikil, mörg hundruð kíló að þyngd með stórar skögultennur, eru til umfjöllunar í Þetta helst þætti dagsins. Vera Illugadóttir fjallar um rostunga sem hafa valdið usla í samfélagi okkar mannanna upp á síðkastið. Allnokkrir hafa ratað í fréttirnar að undanförnu, dýr sem komin voru langt frá heimkynnum sínum í Norður-Íshafi og vöktu bæði mikla athygli og þóttu valda talsverðum óskunda með uppátækjum sínum - og sögur þeirra enduðu sjaldnast vel. Við heyrum af rostungsurtunni frægu Freyju í Noregi, Stenu í Finnlandi og tveimur rostungum sem höfðu viðkomu á Íslandi með nokkurra áratuga millibili og hétu báðir Valli.