Umhverfi túlkafyrirtækja er eins og ,,villta vestrið"
Þetta helst - Podcast tekijän mukaan RÚV
Kategoriat:
Tveir starfsmenn Háskóla Íslands segja laga- og regluverk sem gildir um túlkaþjónustu hér á landi vera í miklum ólestri. Kaup opinberra aðila á túlkaþjónustu hafa stóruakist með auknum fjölda innflytjenda hér á landi en regluverkið hefur ekki haldið í við þessar breytingar. Ingi Freyr Vilhjálmsson ræðir við þau Gauta Kristmannsson og Birnu Imsland um málið. Gauti segir umhverfi þessara fyrirtækja vera eins og ,,villta vestrið" og Birna kallar eftir ,,pólitískum vilja" til breytinga. Í þættinum er sagt frá rekstri eins túlkafyrirtækis, Alþjóðaseturs ehf., sem hefur skilað hagnaði upp á 340 milljónir króna á liðnum árum og greitt út sambærilega upphæð í arð til hluthafa.