Vatnið og tíminn

Þetta helst - Podcast tekijän mukaan RÚV

Íslenska vatnið er líklega sú auðlind sem við nýtum hvað mest, en líklega ekki best. Við gætum lítið gert án þess en við eigum svo mikið af því að við komum fram við það eins og það sé óþrjótandi. Á veturna veltum við fyrir okkur hvort við eigum nóg af heitu vatni til að halda öllum 150 sundlaugunum okkar opnum alltaf og á sumrin dælum við því út eins og enginn sé morgundagurinn. Vatnið hefur verið svolítið í fréttum undanfarið og Sunna Valgerðardóttir skvetti því aðeins yfir þátt dagsins.