Vera og dularfulla morðmálið

Þetta helst - Podcast tekijän mukaan RÚV

Birgitte Tengs var sautján ára gömul þegar hún fannst látin í kjarrgróðri við vegkant, skammt frá heimili sínu á Karmøy í sunnanverðum Noregi, í maí 1995. Hún hafði verið myrt. Í hönd fór ein umfangsmesta lögreglurannsókn norskrar sögu. Frændi Birgitte var dæmdur fyrir morðið en síðar sýknaður, meðal annars þökk sé vitnisburði Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings. Morðið á Birgitte telst því óleyst í meira en aldarfjórðung og hefur orðið eitt af alræmdustu glæpamálum norskrar sögu, orðið innblástur að heimildaþáttum, hlaðvörpum og sjónvarpsseríum. Nú hefur dregið til tíðinda í málinu, en norsk yfirvöld tilkynntu nýverið að búið væri að ákæra mann fyrir morðið. Sá er einnig sakaður um annað morð á ungri konu. Vera Illugadóttir skoðaði vendingar í þessu dularfulla máli. Þátturinn var áður á dagskrá í október.