Airport – Þar sem andinn tekst á loft

Fílalag - Podcast tekijän mukaan Fílalag - Perjantaisin

Kategoriat:

Fílalag endurreisir sig með tvöfaldri afsagaðri haglabyssu. Lagið „Airport” er fílað í allri sinni dýrð. Fyrst með íslensku rokkhljómsveitinni HAM og síðar með upprunalegum flytjendum, breska pöbbrokk- og nýbylgjubandinu The Motors. Airport er rosalegt lag. Það er það sem kemst næst því að vera óvart-epískt. Lag sem fjallar um strák sem er rosalega fúll yfir því að kærastan hans fer frá honum, og kennir flugvellinum um það, en ekki sjálfum sér. Flugvöllurinn tók kærustuna í burtu. Hann keyrði hana út á flugvöll og þaðan flaug hún burt. Þetta hlýtur að hafa verið flugvellinum að kenna. Í þættinum er þessu öllu gerð skil. Breska pöbbarokkinu sem teygði sig inn í new-wave og svo stemningunni á Íslandi 1994 þegar HAM tók sína útgáfu af laginu. Gallajökkunum, geluðu hárinu, rokkþorstanum, bólum á kinn, fólum í stáltárskóm, sparkandi. HAM er mjög sérstök hljómsveit í íslenski tónlistarsögu – músíkin lifir en sveitin snérist þó um meira um músík. HAM er band sem er goth báðum megin. Skömmu eftir að þátturinn var tekin upp barst sú sorgarfregn að Jóhann Jóhannsson, fyrrverandi gítar- og hljómborðsleikari HAM, væri látinn. Er þátturinn tileinkaður minningu Jóhanns, sem er eitt merkasta tónskáld sem Íslendingar hafa átt. Hvíl í friði Jóhann.