Angie í Brussel ’73 – Besti flutningur allra tíma
Fílalag - Podcast tekijän mukaan Fílalag - Perjantaisin
Kategoriat:
Úr gullkistu alvarpsins – Fílalag – Angie í Brussels Snorri og Ebbi hafa verið á ferðalagi og náðu ekki að taka upp þátt í vikunni. En ekki örvænta. Úr fílabeinskistunni er nú dreginn klassísk fílun: Rolling Stones, hljómleikaupptaka frá Brussel ’73. Fílalagsmenn eru engir sérstakir tónleikaupptökuperrar. Yfirleitt eru tónleikaplötur hundleiðinlegar svo það sé sagt hreint út. En stundum eru tónleikaupptökur miklu betri en orginallinn. Það á við hérna hjá Stónsurunum. Sjaldan hefur band verið í jafn miklu stuði. Það er allt í gangi. Þetta er Mick Taylor Stones. Búið að hrista af sér 60s kjánaskapinn, búið að fara í meðferðir, búið að horfa á einn meðlim deyja, búið að fara í skattaskjól. Þarna er ekkert eftir nema hreinræktaður rokk-lostinn. Hreinræktað license to impress. Groove to kill.