Guiding Light – Ómenguð rockabilly þráhyggja
Fílalag - Podcast tekijän mukaan Fílalag - Perjantaisin
Kategoriat:
Hvað gera Bandaríkjamenn ef að bíll selst vel? Þeir framleiða meira af honum? Hvað þýðir að framleiða meira af honum? Framleiða fleiri eintök en líka að láta vera meira í hverju eintaki. Stærri vél, fleiri hestöfl, fleiri glasahaldarar, stærri stuðarar, dekkri rúður, þykkari leðurinnrétting o.s.frv. Þetta er saga amerískrar neyslumenningar og þetta er líka saga rokksins. Rokk sló í gegn. Það seldist vel. Perlulagðir telecasterar, Ray Ban Wayfarer sólgleraugu, támjóir skór og brilljantín er einn mesti best-seller Bandaríkjanna. Rokk var keypt upp til agna. Fólk fílaði það á sínum tíma. Og hvert er lógískt framhald þess? Jú, að framleiða meira af því. Fleiri listamenn, fleiri plötur og meira rokk. Meiri leðurjakkar, meira gítarsurg, þrengri buxur. En hvar endar sú pæling? Rokkið hefur verið tekið út í hverskonar öfgar í gegnum tíðina, en þessi grunnhugsun – að ýkja upp sjálft extract rokksins út í hið óendanlega – er löngu orðið að listrænum metnaði. Það er fyrirbæri sem við getum kallað „rockabilly þráhyggjuna“. Þetta hefur verið gert í allskonar formum í gegnum tíðina. ZZ Top (hot rods, bensínstöðvar, leður) Leningrad Cowboys (támjóir skór, rockabilly bartar) The Romantics (leður, dinerar). Svo er hægt að taka rokk-þráhyggjuna svo langt að lífið er hætt að snúast um nokkuð annað en að vera með sólgleraugu inni og smurstöðva-fitugt rockabilly hár. „Guiding Light“ af plötunni „Life is Killing My Rock n’ Roll“ með íslensku hljómsveitinni Singapore Sling er fílað í dag. Hlustið og fílið og þetta mun allt meika sens.