I Was Made For Loving You (Gestófíll: Ari Eldjárn) – Konungar sellátsins

Fílalag - Podcast tekijän mukaan Fílalag - Perjantaisin

Kategoriat:

Það er rokk í þessu, það er diskó í þessu, það er dramatík sem hæfir óperu en samt er þetta látlaust og smurt. Svona mætti lýsa laginu sem er til umfjöllunar í Fílalag í dag. Hljómsveitin er að sjálfsögðu Kiss og lagið er „I Was Made For Loving You“ sem kom út á plötunni Dynasty árið 1979. Til að fíla lagið vel og rækilega fengu Fílalagsmenn sérstakan gest í hljóðverið til sín. Ari Eldjárn mætti í heimsókn, drakk þrjá sterka pressukönnu-kaffibolla og hellti úr skálum Kissviskunnar. Fróðleikur Ara er einstakur. Hlustið og fílið!