Smack My Bitch Up – Skilaboð fyrir heila kynslóð
Fílalag - Podcast tekijän mukaan Fílalag - Perjantaisin
Kategoriat:
Fáar hljómsveitir settu jafn skýran svip á unglingamenningu níunnar (90s) og Liam Howlett og félagar í The Prodigy. Bandið gaf út þrjár metsöluplötur á áratugnum: Experience (1992), Music for the Jilted Generation (1994) og svo að lokum The Fat of the Land (1997) þar sem óskammfeilnin var orðin slík að það krefst sérstakrar dægurfræðilegrar greiningar. Ástæða þess að eyða þarf púðri í að greina the Prodigy er vegna þess að hljómsveitin mótaði heila kynslóð. Og hver voru skilaboðin sem þessi kynslóð fékk í veganesti? Bítlarnir sungu um ást og frið. The Smiths sungu um þverstæður hversdagsleikans. The Prodigy? „Change my pitch up, smack my bitch up“. Hlustið á þennan þátt Fílalags, sem er ákveðið hreinsunarferli og ekki hika við að fíla lagið. Til þess er leikurinn gerður. Lagið sem er fílað í dag, Smack My Bitch Up, mótaði heila kynslóð