Sweet Dreams – Alvara poppsins

Fílalag - Podcast tekijän mukaan Fílalag - Perjantaisin

Kategoriat:

Árið 1983 var popp farið að taka á sig alvarlega mynd. Fullt af poppstjörnum voru dánar langt fyrir aldur fram vegna ofneyslu. Fleetwood Mac var byrjað að vaða kókaínsnjóskafla upp á nafla, Ozzy var búinn að fara í sína fyrstu meðferð, John Lennon var myrtur af brjáluðum aðdáenda. Það hefur enginn sagt að poppið sé „hits only“. Það er ljótur leikur. Stundum ertu að vinna og stundum ertu að skíttapa. Flestar stjörnur hafa prófað bæði. Það er gaman. Um þetta fjallar þessi risasmellur Eurythmics. Þetta er hinn ljúfi poppdraumur. Að nota og vera notaður og halda reisn á meðan. Slakið á, látið renna í heitt bað og líðið ofan í drauminn.