Too Much Monkey Bussiness – „John Lennon var með berjasósuna á heilanum“

Fílalag - Podcast tekijän mukaan Fílalag - Perjantaisin

Kategoriat:

„Við erum að fíla „Too Much Monkey Business“ hérna. Þarna er þetta að hefjast. Holden Caulfield er búinn að marinerast í nokkur ár þarna og Rebel Without a Cause með James Dean er ennþá heit í kvikmyndasýningavélunum. Það þurfti bara smá push til að klára málið og Chuck Berry sá um það,“ segir Bergur Ebbi í nýjasta þætti Fílalags þar sem fjallað er um eitt frægasta lag Chuck Berry. „Chuck Berry er frumhreyfillinn. Aristóteles var byrjaður að tala um þetta c.a. 350 fyrir Krist. Það þarf engan Stephen Hawking með róbótarödd til að útskýra þetta. Þetta er bara eitthvað afl sem kemur öllu af stað og á undan því var ekkert. Punktur og pizzasósa,“ bætir Snorri við og útskýrir að Chuck Berry sé prótótýpa allra rokkstjarna sem komu eftir hans dag: hégómafullur sósíópat með brengluð kynferðisviðhorf. Chuck Berry skóp þá sem eftir komu. John Lennon var með berjasósuna á heilanum alla sína tíð. Bítlarnir koveruðu samtals níu Chuck Berry lög á upptökum sem gerir hann að andlagskonungi bítlakoverunar (Carl Perkins er með sex). Það þarf ekkert að segja meira. Ef þið fílið ekki Chuck Berry þurfið þið að fara í uppskurð ahh.