Alþjóðlegur lágmarkstekjuskattur og engin Naomi Osaka á Opna franska

Hádegið - Podcast tekijän mukaan RÚV

Við hefjum Hádegið í dag á stórum vendingum helgarinnar í alþjóðlegum skattamálum, hvorki meira né minna. Fjármálaráðherrar sjö stærstu iðnríkja heims - G7 ríkjanna svokölluðu: Kanada, Frakklands, Ítalíu, Japans, Bandaríkjanna, Bretlands og Þýskalands - gerðu með sér sögulegt samkomulag sem kveður á um að leggja eigi fimmtán prósenta alþjóðlegan lágmarksskatt á tekjur fyrirtækja. Þar að auki eiga fyrirtæki að greiða skatta í því landi sem þau afla tekna í - því landi sem þau selja vörur sínar eða þjónustu. Ein skærasta tennisstjarna heims, Naomi Osaka, er ekki meðal þátttakanda á Opna Franska meistaramótinu í tennis sem stendur nú yfir í París. Ástæðan er sú að tennisfólki er skylt að ræða við blaðamenn að leikjum loknum, og það kærir Osaka sig ekki um. Hún hefur glímt við þunglyndi og kvíða síðustu ár og segir það að neyða keppendur til að ræða við fjölmiðla eftir tapleik, jafngildi því að sparka í liggjandi mann. Í síðari hluta þáttarins ræðum við við Eddu Sif Pálsdóttur um þessa ákvöðrun Osaka, og um andlega líðan íþróttafólks. Má segja hvað sem er við íþróttafólk? Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.