Allsherjarþingið samþykkir breytingu á neitunarvaldi öryggisráðsins

Hádegið - Podcast tekijän mukaan RÚV

Ætli eitt af fimm fastaríkjum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna að beita neitunarvaldi sínu gegn ályktunum ráðsins þarf það nú að réttlæta ákvörðun sína fyrir allsherjarþinginu sem kemur saman tíu dögum eftir beitingu þess til að fjalla um ákvörðunina. Þessa breytingatillögu á neitunarvaldi fastaríkja öryggisráðsins samþykkti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gær. Öryggisráð sameinuðu þjóðanna hefur það hlutverk að viðhalda frið og öryggi. Í því sitja fulltrúar fimmtán ríkja, en þar af hafa fimm ríki: Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland, fasta setu og neitunarvald, sem reglulega hefur verið gagnrýnt. Þrátt fyrir það er afar sjaldgæft að breytingatillögur á neitunarvaldinu séu lagðar fram eða ræddar á þinginu. En nú hefur þessi breyting orðið á. Katrín fer yfir neitunarvaldið, breytingarnar og aðdraganda þeirra í fyrri hluta þáttarins. Í síðari hlutanum berum við málið undir Þórdísi Ingadóttur, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og sérfræðing í alþjóðalögum. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.