Amazonmógúll á leið út í geim
Hádegið - Podcast tekijän mukaan RÚV
Kategoriat:
Þann 20. júlí ætlar Jeff Bezos, stofnandi Amazon, út fyrir gufuhvolf jarðar með fyrsta mannaða geimfari Blue Origin, geimfyrirtæki hans, og verða þar með fyrstur óbreyttra borgara til að gera svo. Það er að segja, ef aðrir milljarðamæringar verða ekki fyrri til. Því miður fyrir Bezos, virðist vera nóg af stórhuga mönnum með nóg á milli handanna - sem allir eiga sér sama drauminn um að komast út í geim. Einn þeirra er breski athafnamaðurinn og auðkýfingurinn Richard Branson sem stefnir nú á að fara fyrstu farþegaferðina á vegum fyrirtækis hans Virgin Galactic út fyrir loftsteinanna ellefta júlí - níu dögum áður en Bezos heldur í sömu svaðilför. Hádegið verður með sérstöku og styttra sumarsniði í júlímánuði. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.