Eldhúsdagsumræður og staðgöngumæðrun

Hádegið - Podcast tekijän mukaan RÚV

Hér áður fyrr var talað um að gera sér eldhúsdag, og var sá dagur nýttur til þes að gera hreint í eldhúsinu sem og í öðrum vistarverum, og ganga frá ýmsu dregist hafði að koma fyrir. Áður þingstörfum er frestað, er líka eldhúsdagur, og hann var í gær. Þar var farið yfir stefnu ríkisstjórarinnar, fjármál og störf Alþingis. Semsagt, farið yfir eitt og annað sem þarf að gera, eða hefur lent útundan. Þessar umræður fóru fram í þremur lotum, hver flokkur fékk átta mínútur í fyrstu umferð og fimm mínútur í annari og þriðju umferð. Þingmönnum var tíðræðtt um óvissu í efnahagsmálum, spillinug og aukinn vanda í heilbrigðiskerfinu. Við skulum heyra það helsta sem þíngmönnum lá á hjarta í gær - við komumst þó ekki lengra en í fyrstu umferð hér. Við höldum áfram þaðan sem frá var horfið í Hádeginu á föstudaginn og fjöllum um barneignir og mannréttindi í seinni hluta þáttarins. Í þetta sinn ræðir Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Landsrétt og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, við okkur um staðgöngumæðrun - löggjöf þess efnis hér á landi og viðhorfin og hagsmunina sem liggja þar að baki. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.