Frelsi fjölmiðla
Hádegið - Podcast tekijän mukaan RÚV
Kategoriat:
Þrjátíu og tveir blaðamenn létust við störf sín í fyrra. Þar af voru tuttugu og tveir myrtir, samkvæmt tölum CPJ, Samtaka um vernd fréttamanna. Sex blaða- og fréttamenn hafa verið myrtir vegna starfa sinna á þessu ári. Meðal þeirra er einn þekktasti rannsóknarblaðamaður Hollands Peter de Vries, sem lést af sárum sínum nokkrum dögum eftir að hann var skotinn þar sem hann yfirgaf myndver sjónvarpsstöðvarinnar RTL, en þar hafði hann tekið þátt í umræðum í beinni útsendingu. Þá hafa árásir á blaðamenn, starfa þeirra vegna, færst í aukanna að undanförnu, sér í lagi á tímum heimsfaraldurs. Þá vilja ekki stjórnvöld allra ríkja að fjölmiðlar fái frelsi til að veita almenningi upplýsingar svo sem um stjórnarfar landsins, eða þeim aðhald, líkt og nýleg dæmi, svo sem frá Hong Kong og Hvíta-Rússlandi, sýna. Við ræðum við Sigríði Dögg Auðunsdóttur, fréttamann og formann Blaðamannafélags Íslands, um fjölmiðlafrelsi og stöðuna á fjölmiðlaumhverfinu bæði hér heima og á heimsvísu, í Hádeginu í dag. Hádegið verður með sérstöku og styttra sumarsniði í júlímánuði. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.