Hækkandi stýrivextir og þingkosningar í Þýskalandi

Hádegið - Podcast tekijän mukaan RÚV

Stýrivextir hækkuðu í morgun upp í 1,25 prósent, eða um fjórðung af prósentu. Peningastefnunefnd Seðlabankans rökstyður ákvöðrun sína þannig að efnahagshorfur hafi batnað hér á landi frá fyrri spá bankans, og þá séu horfur á meiri hagvexti í ár en sp áð var í maí. Guðmundur Björn ræðir við Konráð S. Guðjónsson hagfræðing. Réttur mánuður er þar til kosið verður til Alþingis hér á landi og frambjóðendur í óða önn að hefja kosningarbaráttuna. En það eru ekki einu kosningarnar sem verður spennandi að fylgjast með, því Þjóðverjar ganga sömuleiðis að kjörborðinu eftir mánuð og velja sér þá nýtt sambandsþing. Þetta eru tímamótakosningar, því Angela Merkel kanslari lætur þá af störfum eftir sextán ára setu á kanslarastóli. Sveinn Helgason í Brussel fjallar um þýsku kosningaranar í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Þáttur dagsins var í umsjón Guðmundar og Þórhildar Ólafsdóttur.