Kosið í Eþíópíu og EM í fótbolta

Hádegið - Podcast tekijän mukaan RÚV

Í fyrri hluta þáttarins fjöllum við uim kosningar í afríkuríkinu Eþíópíu. Í kosningunum, sem hófust í dag, verður kosið bæði til héraðsstjórna og landsþings. Þingið kýs síðan forsætisráðherra, sem fer fyrir ríkisstjórn landsins, og forseta, sem hefur lítil sem engin völd. Þetta eru fyrstu kosningar í Eþíópíu frá 2015 og jafnframt þær fyrstu frá því að forsætisráðherrann Abiy Ahmed komst til valda árið 2018. Búist er við að Velmegunarflokkur forsætisráðherrans fái meirihluta atkvæða í kosningunum og geti því haldið áfram um stjórnartaumana. Evrópumót karla í fótbolta - EM allstaðar - er nú í fullum gangi og lýkur riðlakeppni mótsins á miðvikudag. Mótið hefur verið hin mesta skemmtun og spennan er mikil um hvaða lið komast áfram í sextán liða úrslit. Edda Sif Pálsdóttir íþróttafréttamaður lítur við í síðari hluta þátarins og ræðir við okkur um mótið. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.