Líffæragjafir dýra og eldfim staða á landamærum Póllands

Hádegið - Podcast tekijän mukaan RÚV

Við byrjum á læknavísindunum: Bandarískir læknar tóku í október stórt skref í átt að því að gera ígræðslu líffæra úr dýrum í menn að veruleika nú á dögunum þegar bandarískir læknar græddu nýra úr svíni í mann. Tilraunin hefur vakið von í brjósti margara um framtíðarmöguleika aðferðarinnar. En á sama tíma er ekki hægt að líta fram hjá þeim siðferðilegu álitamálum sem vakna. Þúsundir flóttamanna frá Mið-Austurlöndum hafast nú við á landamærum Hvíta-Rússlands að Póllandi og freista þess að komast yfir í ríki Evrópusambandsins í von um betra líf. Pólski herinn hefur vígbúist við landamærin og staðan er eldfim. Allt er þetta liður í pólitískri refskák Aleksander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, sem hefur boðið flóttamenn velkomna til Hvíta-Rússlands í þeim tilgangi einum að koma þeim yfir á ríki Evrópusambandsins. Ástæðan eru viðskiptaþvinganir sem Lúkasjenka kann illa við. Við skoðum þessa forvitnilegu stöðu sem upp er komin á landamærunum í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.