Lyfjarisar fyrir rétt og stjórnarkreppa í Svíþjóð

Hádegið - Podcast tekijän mukaan RÚV

Við byrjum í Bandaríkjunum. Bandarískir lyfjarisar verða dregnir fyrir rétt í New York-ríki í dag. Fyrirtækin eru ásökuð um að hafa hvatt til og ýtt undir óhóflega sölu og notkun ópíóíða og þannig hrundið af stað ópíóíðafaraldri í Bandaríkjunum - faraldri sem braust út undir lok síðustu aldar og hefur dregið um hálfa milljón Bandaríkjamanna til dauða á síðustu tuttugu árum. Fjöldi fólks hefur leiðst út í notkun á sífellt sterkari ópíóíðum á borð við heróín og fentaníl. Í síðari hluta þáttarins förum við til Svíþjóðar. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði af sér í gær í kjölfar þess að Vinstriflokkurinn Venstrepartiet féll frá stuðningi sínum við minnihlutastjórn Jafnarmanna og Græningja. Löfven er þó hvergi af baki dottinn og freistar þess nú að fá stjórnarmyndunarumboð, en leiðtogar stjórnmálaflokkanna gegnu á fund Andreas Norlen, forseta sænska þingsins í morgun. Guðmundur Björn við Kára Gylfason, fréttaritara Ríkisútvarpsins í Svíþjóð, um stjórnarkreppuna í Svíþjóð - og stöðuna á Covid 19 þar í landi. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.