Misjafnt vægi atkvæða og á að ritskoða söguna?
Hádegið - Podcast tekijän mukaan RÚV
Kategoriat:
Kosið er til Alþingis á morgun og samkvæmt nýjustu könnunum stefnir allt í æsispennandi kosningar. Hvert einasta atkvæði skiptir máli, en mismiklu þó, þar sem Íslandi er er skipt upp í nokkur kjördæmi. Þessi kjördæmaskipting hefur verið þrætuepli stjórnmálamanna, og kjósenda, lengi vel og finnst mörgum að tími sé til kominn að breyta þessu. En hvers vegna og hvað þýðir þessi kjördæmaskipting? Það er föstudagur, og á föstudögum örskýrir Atli Fannar Bjarkason flókin fyrirbæri á einfaldan hátt. Í dag ætlar hann að taka fyrir kjördæmavægið svokalllaða - og það í beinni útsendingu. Ákveðnir einstaklingar hafa í gegnum söguna haft svo mikilsverð og veigamikil áhrif á framgang sögunnar og samfélagsins að sumum hefur - á einhverjum tímapunkti - jafnvel þótt við hæfi að hylla þá einstaklinga, og þeirra framlag, með því að reisa styttur eða minnisvarða þeim til heiðurs - Styttur sem eru allt um kring, nánast sama hvar drepið er niður á þessari jörð. En hvaða þýðingu hafa þær? Hvaða skilaboð var verið að senda með þeim? Hvaða skilaboð er verið að senda með þeim í dag? Af hverju krefst almenningur í síauknum mæli að sumar þeirra verði fjarlægðar? Er það sögufölsun eða leið til að færa söguna nær sannleikanum? Við ræðum við Kristínu Loftsdóttur, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, um málið í seinni hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.