Nýár múslima og Andrés prins kærður fyrir kynferðisofbeldi

Hádegið - Podcast tekijän mukaan RÚV

Í dag gengur árið 1443 í garð samkvæmt Hijri-tímatali múslima og nýju ári er því fagnað víðast hvar um heim um þessar mundir. Við skoðum Hijri-tímatalið, tilurð þess, notkun og nýárið í fyrri hluta þáttarins. Virginia Giuffre, ein þeirra mörgu kvenna sem kærðu barnaníðinginn Jeffrey Epstein, hefur höfðað einkamál gegn Andrési prins fyrir gróft kynferðisofbeldi og nauðgun. Hin bandaríska Giuffre segist hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Andrésar bæði í New York og London - en þangað hafi hún verið flutt nauðug sem fórnarlamb kynlífsþrælkunar aðeins sautján ára gömul. Prinsinn neitar ásökununum. Snærós Sindradóttir ræðir við Önnu Lilju Þórisdóttur fréttamann um málið. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Þáttur dagsins var í umsjón Katrínar og Snærósar Sindradóttur.