Réttað vegna hryðjuverkanna í París 2015 og átök í Svartfjallalandi

Hádegið - Podcast tekijän mukaan RÚV

Ein stærstu réttarhöld í franskri nútímasögu hefjast í dag, vegna hryðjuverkanna í París árið 2015. Tuttugu eru ákærðir og viðbúið að réttarhöldin standi í níu mánuði. Þrjú hundruð og þrjátíu lögmenn og þrjú hundruð eftirlifendur árásarinnar koma að málinu. Alls létust 130 í samstilltum árásum þriggja hópa hryðjuverkamanna á bari, veitingastaði og Bataclan-leikhúsið að kvöldi föstudagsins 13. nóvember. Við vorum við hljóðmynd þessa pistils. Núningur á milli serbnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, stærstu trúarstofnun Svartfjallalands, og svartfellskra yfirvalda, svo sem Milo Djukanovic, forseta landsins, er ekki nýr af nálinni. Vígsla nýs erkibiskups á sunnudaginn og hörð mótmæli sem henni fylgdu var þó eins og olía á eldinn. Forsetinn telur kirkjunnar menn ætla sér að grafa undan sjálfstæði landsins og færa það undir serbneska stjórn að nýju. Mótmælendur kváðust þreyttir á afskiptum Serba af málefnum Svartfjallalands. Við köfum dýpra í þennan ágreining kirkjunnar og stjórnvalda í Svartfjallalandi og baráttuna um völd í landinu í seinni hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.