Stjórarnarskrárfrumvörp og hvað tekur við eftir Netanyahu?

Hádegið - Podcast tekijän mukaan RÚV

Við hefjum Hádegið í dag í Ísrael. Langri og strangri stjórnartíð Benjamíns Netanyahus lauk á sunnudagskvöldið. Netanyahy hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ísraels í fimmtán ár, þar af samfellt síðust tólf ár. Eftir harðar deilur samþykktu þingmenn á ísraelska þinginu, Knesset, nýja stjórn - stjórn sem skipuð er átta flokkum sem eiga fátt sameiginlegt annað en viljann til að steypa Netanyahu af stóli. Stjórnarkreppa hefur lengi ríkt í Ísrael og Ísraelar hafa kosið fjórum sinnum á tveimur árum. Og jú - forsætisráðherrann þaulsætni er farinn - en hvaða þýðingu hefur það? Boðar ný stjórn betri og bjartari tíma fyrir Ísrael þar sem stjórnarkreppa hefur lengi ríkt. Í síðari hluta þáttarins ætlum við að ræða um stjórnarskrána. Í ársbyrjun lagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fram stjórnarskrárfrumvarp - í eigin nafni - og sagðist þá bjartsýn á Alþingi tækist að afgreiða frumvarpið fyrir þinglok. Það gekk ekki eftir og ef við lítum yfir söguna, ætti það ekki að koma á óvart, þar sem forsætisráðherrar sem gera slíkt hafa hingað til ekki haft erindi sem erfiði. Brynjólfur Þór Guðmundsson fréttamaður, sest niður með okkur og ræðir þessu mál. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.