Tekjur Íslendinga og siðferðislegt réttmæti örvunarskammta

Hádegið - Podcast tekijän mukaan RÚV

Við byrjum á örskýringu vikunnar í borði Atla Fannars Bjarkasonar. Í þessari viku rýnir Atli Fannar, eins og kannski margir landsmenn, í tekjublað Frjálsar verslunar sem kom út í vikunni. Þar má finna upplýsingar tekjur þúsundir Íslendinga, sem byggðar eru á álagningaskýrslu. Atli ætlar ekki að segja okkur hvað hinir og þessir Íslendingar eru með í laun - nei, hann ætlar að örskýra fyrir okkur hvernig þetta allt saman er reiknað. Í örskýringum sínum tekur Atli fyrir flókin mál og útskýrir þau á einfaldan hátt. Svokallaðir örvunarskammtar eða boozterar gegn Delta afbrigði Covid 19 hafa verið gefnir hér á landi í vikunni. Jansen-bóluefnið þótti ekki veita nægilega vörn gegn Delta-afbrigðinu og því var því fólki sem var bólusett með Jansen boðið að þiggja örvunarskammt frá Pfizer. Sitt sýnist hverjum um þetta. Nýleg rannsókn sýnir að bóluefni Jansen veiti fína vörn gegn Delta afbrigðinu, sé litið til dauðsfalla og spítalainnlagna. En svo er það hin hliðin á þessu öllu saman. Einungis rúmlega 32 prósent heimsbyggðarinnar hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni, og 24 prósent allra jarðarbúa teljast fullbólusett. Með öðrum orðum, þá þýðir þetta að á meðan stór hluti heimsins er óbólusettur, er verið að dæla enn meira af bóluefni ríkisborgara efnameiri ríkja, eins og Íslandi. Þá eru Bandaríkjamenn að gera slíkt hið sama. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gagnrýnt þessa örvunarskammta harðlega, og segja sérfræðingar hennar á þá óþarfa - og það sé í raun siðlaust að bólusetja bólusett fólk AFTUR, á meðan meirihluti heimsbyggðarinnar er óbólusettur. Við skoðum þetta mál í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.