Ungu drengirnir í landsliðinu og Skaftárhlaup

Hádegið - Podcast tekijän mukaan RÚV

Fregnir af Skaftárhlaupi hafa vart farið fram hjá landsmönnum. Seint á laugardaginn hóf að hlaupa úr Eystri Skaftárkatli og í kjölfarið lýstu almannavarnir yfir hættustigi. Búist er við því að hlaupavatn nái Þjóðveginum í kvöld. Við skoðum þetta fyrirbrigði - jökulhlaup - í seinni hluta Hádegisins. Hvað er jökulhlaup? Hvenær gerist það? Stafar af því hætta? Hversu lengi mun þetta hlaup vara og hvað verður það stórt? Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði situr fyrir svörum. En við byrjum á íþróttunum. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta reið ekki feitum hesti frá fyrstu tveimur leikjum sínum þessari landsleikjahrinu, í undankeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta. Liðið tapaði fyrir Rúmenum á fimmtudag og gerði jafntefli við Norður-Makedóníu í gær. Framundan er leikur gegn Þjóðverjum, einu allra besta liði heims, á miðvikudagskvöld. Miðað við úrslit síðustu tveggja leikja, er ljóst að það verður við ramman reip að draga á miðvikudaginn. Edda Sif Pálsdóttir ræðir við okkur um landsliðið og framtíð þess.