Uppruni Covid-19 og salan á Mílu

Hádegið - Podcast tekijän mukaan RÚV

Á þessu augnabliki hafa fleiri en tvö hundruð og fjörutíu milljónir manna smitast af Covid-19 veirunni á heimsvísu. Tæplega fimm milljónir hafa látist af völdum þessarar plágu - einum mannskæðasta faraldri sögunnar. Og þó veiran hafi herjað á okkur í tæplega tvö ár falla enn ný og ný óeftirsóknarverð met: Metfjöldi smita greindust á Nýja-Sjálandi í gær og þá hafa aldrei hafa fleiri látist í þessum faraldri á einum sólarhring en nú á laugardaginn í Rússlandi, eða þúsund einstaklingar. Svona er tölfræðin. Beinar afleiðingar plágu svart á hvítu. En svo er það líka allt hitt, eins og við þekkjum allt of vel - allar hinar afleiddu afleiðingar heimsfaraldurs: Óöryggi, óvissa, kvíði, einmannaleiki, sorg, óstöðugleiki, fjárhagsáhyggjur, aukið atvinnuleysi, kóvid-kreppa og svona mætti allt of lengi telja. Katrín fer yfir stöðuna á heimsfaraldri, og kenningar um uppruna veirunnar, í fyrri hluta þáttarins. Síminn er langt kominn með sölu á dótturfyrirtækinu Mílu sem rekur ljósleiðarakerfi um allt land, og á í einkaviðræðum við franska sjóðsstýringafyrirtækið Ardian France SA, stórt alþjóðlegt fyrirtæki, um söluna. Salan á Mílu var rædd á fundi þjóðaröryggisráðs í gær enda rekur Míla stóra fjarskiptainnviði á Íslandi. En hvers vegna er Síminn að selja Mílu og hvað þýðir það? Við fjöllum um málið í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.