158| Áratuga átök Ísraels og Palestínu
Heimskviður - Podcast tekijän mukaan RÚV - Lauantaisin
Kategoriat:
Heimskviður í dag verða helgaðar stríðsátökunum í Ísrael og Palestínu. Við ætlum að fara yfir atburðarás síðastliðinnar viku, alveg frá árásinni hrottafengnu á Ísrael að morgni laugardagsins síðasta, stríðsyfirlýsingu Ísraelsmanna og blóðbaðið sem fylgdi á Gaza. Við heyrum sögur fólks sem hefur orðið fyrir árásum, unnið á vígvellinum, þá sem hafa misst ættingja og vini og þá sem sérhæfa sig í að ráða í þessa fornu og flóknu deilu. Þá rýnum við sömuleiðis í sögubækurnar og skoðum bakgrunn átakanna. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.