182 - Baby Reindeer og skæð fuglaflensa

Heimskviður - Podcast tekijän mukaan RÚV - Lauantaisin

Sjónvarpsþættirnir Baby Reindeer njóta mikilla vinsælda hér á landi og eru þeir vinsælustu á streymisveitunni Netflix um þessar mundir. Þættirnir segja sanna sögu ungs manns sem lendir í eltihrelli. Ólöf Ragnarsdóttir skoðaði fyrirbærið og þættina vinsælu. Skæð fuglaflensa, eða H5N1 eins og núverandi afbrigði er kallað, er vaxandi áhyggjuefni meðal heilbrigðisyfirvalda víða um heim. Vísbending er um að vírusinn sem veldur flensunni hafi mögulega stökkbreyst og geti smitast milli spendýra. Það eru fjölmörg dæmi um að fólk hafi smitast af fuglaflensu og dánartíðnin er uggvænleg; af 889 tilfellum um smit í fólki síðustu 12 mánuði dóu fjögur hundruð sextíu og þrír, eða rúmlega helmingur, sagði yfirmaður hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni um miðjan þennan mánuð. Björn Malmquist skoðaði málið.