217 - Japanir og hvalkjötið og gervigreindarkapphlaupið
Heimskviður - Podcast tekijän mukaan RÚV - Lauantaisin

Kategoriat:
Japan er eitt þriggja ríkja heims sem stunda hvalveiðar í atvinnuskyni. Hin tvö eru Ísland og Noregur. Við ætlum að forvitnast um hvalveiðar Japana og hvort Japanar borði almennt hvalkjöt. Það vakti töluverða athygli í janúar 2023 þegar greint var frá því að tæp tvö þúsund og sex hundruð tonn af íslensku hvalkjöti hefðu verið flutt til Japans. Dagný Hulda Erlendsdóttir ræddi við sérfræðinga og komst að því að stuðningur við hvalveiðar í Japan er ekki endilega byggður á því að fólk vilji borða kjötið, heldur að varðveita menningu. Í síðari hluta þáttarins ætlar Oddur Þórðarson að rýna í gervigreindarkapphlaupið sem er í fullum gangi.