Sagan endalausa í Palestínu og Ísrael, og pólitískar hliðar Eurovision

Heimskviður - Podcast tekijän mukaan RÚV - Lauantaisin

Það liggur mis beint við hvað við veljum til umfjöllunar í þessum vikulega þætti. En í þessari viku var valið ekki mjög erfitt, eftir stöðugar fréttir frá Palstínu og Ísrael þar sem staðan er síst að batna vildum við beina kastljósinu þangað. Og þá erum við svo heppin að vinna með konu sem er sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda. Hún er góðkunningi þáttarins svo ekki sé meira sagt, og heitir Ólöf Ragnarsdóttir. Ólöf fjallar um harkaleg átök Ísraela og Palestínumanna og ræðir meðal annars við Magnús Þorkel Bernhaðrsson, prófessor í Mið-Austurlandafræðum. Í síðari hluta þáttarins förum við yfir í aðra sálma og fjöllum stuttlega um Eurovision, en keppnin fræga verður haldin í Rotterdam í Hollandi í næstu viku. Við ætlum þó ekki að fjalla um keppnina sjálfa, heldur pólitíska anga hennar í ár. Keppandi Rússa hefur orðið fyrir harðri gagnrýni heima fyrir, og Armenar eru fjarri góðu gamni. Hvers vegna? Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.