Covid-19, hugverkageirinn og hagkerfið keyrt í gang
Sigríður Mogensen er hagfræðingur og starfar hjá Samtökum iðnaðarins sem sviðsstjóri Hugverkasviðs. Einnig er hún er með meistaragráðu frá London School of Economics. Áður starfaði Sigríður í orðsporðsáhættudeild hjá Deutche Bank í London ásamt því að hafa verið blaðamaður. Í þættinum ræddi Sigríður um hvernig við Íslendingar getum snúið bökum saman og blásið til sóknar. Sérstaklega er farið í saumana á hugverkum og þeim iðaði sem byggir á mannviti, en Sigríður telur það vera augljósan kost sem ein af grunnstoðum Íslands þegar rykið sest eftir faraldurinn. Rætt var um mikilvægi þess að skapa rétta hvata í samfélagnu til þess að verja góð störf í landinu. Þátturinn var tekinn upp 27 mars 2020.