Aleppó

Í ljósi sögunnar - Podcast tekijän mukaan RÚV - Perjantaisin

Í þættinum er fjallað um sögu borgarinnar Aleppó í norðanverðu Sýrlandi, sem orðið hefur hvað verst úti í sýrlensku borgarastyrjöldinni. Aleppó hefur lengi verið viðskiptamiðstöð Sýrlands og er jafnframt meðal þeirra borga heims sem á sér lengsta sögu óslitinnar búsetu. Í gegnum aldirnar og árþúsundin hafa ótal innrásarherir og konungsríki komið og farið, en borgin alltaf verið á sínum stað.